CILIA MARIANNE

CILIA MARIANNE

Ó hvað er alltaf gaman að skottast með Míubox. Við Erik Valur fórum í smá kvöld mission og afhentum dásamlegu Ciliu Marianne foreldra Míuboxið sitt. Hittum við Þóri manninn hennar og Ágústu Bellu dóttir þeirra líka. Eins gott að gleyma ekki að nefna Coco… hún var þarna líka, dásamlegur hundur.

Við Rakel Ósk ljósmyndari nr 1 hjá Mia Magic, tókum rúnt í Borgarnes fyrr í vikunni. Fengum okkur ó svo gott að borða í hádeginu á Landnámssetri Íslands, þið verðið að smakka hádegis grænmetis hlaðborðið þeirra ! Tryllt gott. En við sum sé fórum svo smá rúnt um Borgarnes og enduðum á hótelinu hjá golfvellinum. Fengum að fara þar inn í fundarsal til að mynda Míuboxið.

Blank Reykjavík er nýr samstarfsaðili og fékk Cilia dásamlegu snyrtitösku þrennuna þeirra. Ótrúlega veglegt og fallegt.

Þegar við Erik Valur vorum að fara áðan frá þeim hjónum og Ágústu, sagði Cilia, „þetta kom á fullkomnum tíma, ég verð fertug á laugardaginn“. Nei sko þetta er ekki í fyrsta sinn sem við hittum svona vel á að afhenda Míubox. Elskum hvað hlutirnir hitta oft ansi vel á. Sér í lagi þar sem við höfum þurft að fresta þessu Míuboxi aðeins.

Takk allir sem tóku þátt í að gera Míuboxið hennar Ciliu fallegt og gleðja hana á fullkomnum tíma. Algjörlega stórkostlegt að hafa ykkur öll með !

Instagram nöfn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru eftirfarandi:
@smatre.gunnars @bokabeitan @essei_heildverslun @taratjorva @dimmverslu @skylagooniceland @watercolorbyruth @nailberryaislandi @thebodyshopisl @hotelranga @blankreykjavik @betteryou_island @nautholl @mjoll @daveandjonsiceland @agzustore

// Þórunn Eva, Rakel Ósk & Erik Valur

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts