ALEXANDRA MAREN

ALEXANDRA MAREN

Alexandra Maren og Kristian bróðir hennar stálu hjarta okkar í dag. Það sem það er magnað að fá þann heiður að hitta alla þessar ofurhetjur og foreldra þeirra. Það er í hvert sinn sem við afhendum Míuboxin sem ég verð alltaf jafn stolt af okkur Fríðu. Þetta er það sem ég elska að gera og vonandi getum við haldið þessu áfram um ókomin ár.

Akureyrar prinsessan Alexandra ákvað að halda nafninu sem ég gaf princess Lúnu og það sem það er gaman að princess Lúna lenti í hárréttum höndum.

Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Alexöndru og allir þeir sem hjálpuðu okkur við að komast norður til hennar og fjölskyldu hennar.

Dásamlegt að horfa á þau skoða allt sem var í Míuboxinu þeirra. Kristian hjálpaði systur sinni með miklum áhuga og fékk hún ansi mikla hjálp við að tæma kassann. Það var einstaklega gaman að fylgjast með þeim því hún var svo róleg og yfirveguð þó hann væri að taka allt uppúr fyrir hana. Hún er heldur betur stóra systirin sem allir ættu skilið að eiga.

Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að það er ekki sjálgefið að hafa ykkur öll með okkur í þessu. Við erum ótrúlega þakklát. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu hennar Alexöndru Marenar eru:

@lifsstefna @hulan.is @watercolorbyruth @playroom.is @eddautgafa @thebodyshopisl @ninekids.is @essei_heildverslun // Heimaprjónað í Míuboxin er algjörlega einstakt og var það Kristbjörg sem prjónaði fyrir apríl Míuboxið í samstarfið við @maroverslun. Takk dásamlega Kristbjörg fyrir þitt framlag. @kibbaknits

Mamma mín (Guðbjörg Bjarnadóttir) prjónaði kjól í þetta fallega Míubox sem er sérstaklega ætlaður elsku Míu sem leyndist með í boxinu.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts