DILJÁ

DILJÁ

Elsku dásamlega Diljá fékk Míubox febrúar mánuðar. Vá hvað það er gaman að hitta svona yndislegt fólk eins og hana Diljá. Við Fríða erum svo þakklátar fyrir það hvað við fáum að kynnast mikið af fólki sem á sér enga líka. Allir sem við höfum hitt hafa fyllt hjarta okkar af ró og kennt okkur allskonar gullmola um lífið. Diljá er sko engin undantekning á því, svo er mamma hennar líka algjör perla.

Við kynntumst ekki bara Diljá og mömmu hennar, heldur fengum við bónus vinninginn þegar Luna dóttir hennar heillaði okkur algjörlega uppúr skónum. Mikið sem þessi skotta gefur mikið af sér. Ég fer sko sátt að sofa í kvöld, það er algjörlega á hreinu.

Við Fríða erum svo þakklátar fyrir það sem við gerum, pant aldrei hætta ! Okkur hefur, mest Fríðu samt sem helgaði nokkrum dögum í þetta verkefni, að fá gistingar fyrir öll afhent Míubox.  Diljá fær að njóta sín á 360° hótel. Takk fyrir að hjálpa okkur að gleðja elsku Diljá.

Öllum sóttvarnarreglum var fylgt við úthlutun dagsins.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)

@hugrunheklaart @360hotel  @ilvaisland @omnomchocolate @nola.is @arkaheilsuvorur @bluelagoonis @taratjorva @autocenter_5552000 @thebodyshopisl @anna.thorunn @loford_verslun @laugarspa @isbudhuppu @acrylneglur_yrsa @agzustore @noelstudios.is @bjarturogverold @dekra.is

// Þórunn Eva og Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts