ÁSRÚN KLARA

ÁSRÚN KLARA

Ég held að það sé óhætt að segja það að fröken Ásrún Klara hafi rænt hjörtum okkar og ekki skilað þeim aftur. Hún er einn allra skemmtilegasti persónuleiki sem ég hef hitt um ævina.

Skvís var heldur betur til í að pósa fyrir myndum til að sýna ykkur allt sem hún fékk í Míuboxinu sínu. Allt sem hún fékk liggur hér fyrir framan hana. Hún fékk einnig skóna sem hún er í, ég fékk verkefni, berja á botninn á skónum svo ljósin sæust nú alveg örugglega á myndinni.


Við sendum henni einnig Míu límmiða til að setja upp á Heilsugæslunni á Húsavík. Það hjálpar svo mikið að hafa elsku Míu í erfiðum verkefnum. Við fengum að sjá herbergið hennar, sem var æði ! Ef herbergja tour hjá kátum skottum er á dagskrá, þá höfum við svo sannarlega slegið í gegn !

Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja elsku Ásrúnu Klöru.

Gleðin var dásamleg í augum skottu.

@betteryou_island @hulan.is @miaverslun.is @essei_heildverslun @bokabeitan @rosakot.is @fyrstusporin @bergruniris @cu2.is @s4s.is @minigardurinn @watercolorbyruth @lindexiceland

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts