UM MÍUBOXIÐ
Míuboxið er falleg hugmynd sem Þórunn Eva hefur haft í maganum í mörg ár. Nú loks er hún orðin að veruleika og erum við á fullu að vinna að því hvernig okkur langar til að gera þetta. Útlit Míuboxins var hannað af mér í samstarfi við Töru Tjörva.
Við erum bæði með Míubox fyrir börn 0-18 ára en einnig erum við með Míubox fyrir foreldra. Eins og það er yndislegt að gleðja gormana okkar þá eiga foreldrar langveikra barna það til að gleymast ansi oft í öllu þessu ferli sem það er að eiga langveik börn. Á langtíma óskalista Mia Magic er að gera systkina Míubox.



Míubox nr 1 fór út föstudaginn 16. október 2020. Gleðin var mikil hja Söru Natalíu sem fékk fyrsta Míuboxið. Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson var fyrsta fyrirtækið til að koma inn í verkefnið og hafa þau staðið þétt við bakið á Mia Magic og erum við þeim óendanlega þakklát á allan hátt. Míu bókin sem Þórunn Eva skrifaði sem ber nafnið Mía fær lyfjabrunn fær svo að sjálfsögðu að fljóta með í öll box. Þar sem ekkert Míubox er eins er mikilvægt að hafa gott fólk og fyrirtæki með sér í þessu. Við leitum alltaf eftir flottu fólki og flottum fyritækjum til þess að leggja okkur lið. Erum opin fyrir öllum hugmyndum.
Öll Míuboxin eru hönnuð út frá þeim einstakling sem fær það afhent og því er hvert og eitt Míubox afar sérstakt rétt eins og sá einstaklingur sem fær það afhent. Við erum með það að markmiði að ná að koma út einu foreldraboxi og einu barnaboxi í mánuði til að byrja með á meðan við erum að koma þessu í gang. Allar auka úthlutanir verða algjör bónus. Þetta verkefni er unnið við borðstofuborðið heima og því er allt sem viðkemur Míuboxinu sjálfboðavinna. Einnig viljum við koma því á framfæri að allt sem fer ofan í Míuboxin eru gjafir frá fyrirtækjum sem við eru óendanlega stolt af að fá að vinna með.
Það er dásamlegt að afhenda öll þessu fallegu Míubox, þakklæti þeirra sem fá úhlutun eru tilfinningar sem við hin getum ekki skilið. Þetta er eitt það allra mikilvægasta sem gert hefur verið fyrir foreldra langveikra barna. Okkur hefur tekist að setja gistingu í hvert og eitt einasta Míubox foreldra frá upphafi og sjáum við fyrir okkur að það verði alltaf þannig.