styrkja | fjárframlag

kr.500kr.20.000

Mia Magic gefur langveikum börnum og foreldrum Míubox einu sinni í mánuði. Einnig er bókin Mía fær lyfjabrunn gefins fyrir öll börn sem þurfa á henni að halda.

Í fyrstu var hún gefins fyrir öll börn sem þurftu á lyfjabrunni að halda en núna höfum við séð að bókin er líka að nýtast t.d börnum þar sem foreldrar þurfa að fá lyfjabrunn. Einnig nær heilbrigðistarfsfólk að nýta sér Míu til að ná að tengjast börnum með lyfjabrunn á annan hátt en áður.

Ef þú vilt styrkja félagið með fjárframlagi ert þú að stuðla að því að við getum t.d gefið út fleiri bækur, hjálpað enn fleiri börnum með bókunum um Míu ásamt fræðsluefni og stuðningi fyrir foreldra langveikra barna um allt land.
 

Við erum bæði með Míubox fyrir börn 0-18 ára en einnig erum við með Míubox fyrir foreldra. Eins og það er yndislegt að gleðja gormana okkar þá eiga foreldrar langveikra barna það til að gleymast ansi oft í öllu þessu ferli sem það er að eiga langveik börn.

Ef að upphæðin sem þú ert með í huga er ekki hér þá er alltaf hægt að millifæra:

Kennitala: 410221-1520
Bankaupplýsingar: 0537-26-006385
Gott er að senda kvittun á info@miamagic.is

Skyldar Vörur