Hlátur, grátur & allt þar á milli
Hlátur og grátur og allt þar á milli. “Ég gæti aldrei unnið við að gera það sem þú gerir”, eru oftast viðbrögðin sem ég fæ þegar ég segist starfa sem hjúkrunarfræðingur á barnadeildinni. Það að vinna á legudeild Barnaspítala Hringsins krefst jú ákveðinna persónueinkenna, t.d. hlýju, þrautseigju, gæsku, samkenndar og styrks, en krefst þess einnig …