Mía fer í tívolí er bók nr 2 um hana dásamlegu Míu.
Mía ætlar í tívolí með Nóa vini sínum! Hún hlakkar svo til en svo segir pabbi að hún megi ekki fara í fallturninn. Nói má ekki heldur fara í stóra rússíbanann. Þau Mía og Nói láta slíkt þó ekki stoppa sig í að hafa gaman og njóta dagsins í botn.
Bókina skrifar Þórunn Eva G. Pálsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir & Jón Sverrir Árnason myndlýsa.
Þórunn Eva er sjúkraliði að mennt og móðir tveggja drengja. Hún skrifaði bókina um Míu eftir að annar sonur hennar fékk lyfjabrunn.
Bergrún Íris er barnabóka- höfundur og teiknari. Hún hefur myndlýst fjölda bóka sem glatt hafa börn um árabil. Teikningar Bergrúnar glæða sögu Þórunnar litríku lífi.
Jón Sverrir er sonur Þórunnar Evu. Hann stundar nám í hönnun við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þegar hann var 10 ára gamall vann hann teiknisamkeppni á Barnaspítala Hringsins og var teikning hans prentuð í yfir 5000 eintökum á jólakort sem Landspítalinn sendi út. Hann hefur teiknað í nokkur dagatöl ásamt fleiri minni verkefnum.