Það er fátt betra en svona falleg skilaboð þegar við erum að safna fyrir fleiri Míu böngsum. Míu böngsum sem létta ó svo mikið undir með börnum sem þurfa auka hugrekki og smá Míu knús til að komast í gegnum þau verkefni sem þeim eru afhent.
„Sæl ég fer fyrir félagasamtökum sem heita Agora club nr 4 og héldum við árshátíð í vor þar sem var happadrætti. Við höfum ákveðið að gefa Miu verkefninu ágóðan“ – Guðrún Gunnarsdóttir
Takk takk takk frá mínum dýpstu hjartarótum kæru konur í Agora 4 fyrir að hugsa svona fallega til okkar hjá Mia Magic. Þessi gjöf á eftir að koma að svo góðum notum. Svo mörg börn sem bíða eftir að fá Míu bangsa og hafið þið svo sannarlega hjálpað til við að stytta þann biðtíma.
Nokkrar fallegar Míu bangsa myndir fá að fljóta með. Takk Agora Club nr 4 fyrir okkur,
Fyrir hönd Mia Magic, Þórunn Eva og öll börnin sem fá að njóta góðs af góðmennsku ykkar.