By Lovisa x Mia Magic

By Lovisa x Mia Magic

Hugrekki er hálsmen sem unnið er í samstarfi við By Lovisa. Mia Magic er nýlegt góðgerðarfélag sem einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra. Mia Magic gefur einnig út dásamlegar barnabækur skrifaðar af Þórunni Evu sem Bergrún Íris Sævarsdóttir myndlýsir svo listilega ásamt Jóni Sverri syni Þórunnar Eva.

Það er einmitt rithönd Þórunnar Evu sem prýðir hálsmenið með orðinu hugrekki. Hugrekki er allskonar, það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur er t.m setning sem er í fyrstu bókinni um hana Míu, Mía fær lyfjabrunn.

Menið er til í takmörkuðu upplagi og er einungis til sölu á vefverslun. Allur ágóði rennur til Mia Magic góðgerðarfélags. 

Nánari upplýsingar um vöruna;

  • Festin er stillanleg frá 45 cm – 50 cm
  • 925 sterling silfur með ferksvatnsperlu
  • Handsmíðuð í Vinastræti 16, Garðabæ

Við fengum til okkar dásamlega einstaklinga sem öll eru ó svo hugrökk en öll eru þau hugrökk á sinn eigin hátt. Það magnaða við hugrekki er nefnilega að við erum öll hugrökk, bara á misjöfnum sviðum. Ég hefði getað valið ó svo marga í myndatöku og enduðum við með magnaða einstaklinga sem við erum ótrúlega stolt af !

Aldís Embla er ótrúlega hugrökk skotta. Hún hefur þurft að hafa heldur mikið fyrir heilsunni sinni og eru hún og Aníta mamma hennar dásamlegar fyrirmyndir fyrir aðra foreldra og langveiku börnin þeirra. Mamma Aldísar Emblu er mögnuð ung kona sem ég lít mikið upp til. Þegar ég fylgist með henni tækla lífið sem langveik börn lifa vildi ég óska þess að ég hefði haft það hugrekki sem hún hefur til að berjast fyrir dóttur sinni. Ég hef því getað tileinkað mér margt af hennar hugarfari síðan við kynntumst fyrir nokkrum árum síðan.

Jón Sverrir, ég er svo lukkuleg að geta sagt að ég eigi þann gorm. Hann hefur kennt mér mun meira en ég honum og hugrekkið sem hann býr yfir er algjörlega magnað. Hann er svo miklu hugrakkari en við foreldrarnir. Hugrakkur í gegnum veikindin sín, lífið almennt og einstaklega hugrakkur að leyfa mér að sýna og segja frá okkar lífi til þess að vonandi hjálpa fleirum í svipaðri stöðu.

Guðrún Ingibjörg, er læknir og heldur úti instagram reikningnum @drladyreykjavik. Mæli með að allir kíki á hann. Hún leyfir okkur að fylgjast með lífinu sem sérfræðilækna nemi í bráðalækningum. Algjörlega stórkostlegt að fá innsýn í líf  þeirra sem sinna börnunum okkar. Bæði allt það jákvæða og einnig hversu erfitt það er að vera læknir. Andlega og líkamlega. Við nefnilega eigum það til að ætlast til þess að læknarnir okkar séu til staðar ALLTAF þegar við þurfum ! En þeir eiga sér líf og oft eiga læknarnir okkar stóra fjölskyldu sem er ansi mikilvæg. Guðrún hefur upplifað ansi margt sl mánuði og hugrekkið sem hún býr yfir í gegnum það og að leyfa okkur að fylgjast með lífi hennar er magnað.

Sylvía Friðjóns, það er svo risa stórt að hafa hana með! Hugrekki þessarar konu er aðdáunarvert. Hún lætur ekkert stoppa sig og á hverjum einasta degi hjálpar hún okkur hinum að finna hugrekkið okkar. Gera okkur að betri einstaklingum á meðan hún gerir sjálfa sig að betri sér. Það er algjörlega magnaður eiginleiki. Hún er peppari nr 1 og ó hvað ég er þakklát fyrir það að hafa fengið þessa stórkostlegu konu inn í líf mitt og Mia Magic. Sylvía stjórnar NORMIÐ podcast ásamt Evu Matta sem er álíka geggjuð manneskja. Það þyrftu allir að eiga eina Sylvíu í sínu lífi.

Ásta Marý og Jón Ármann! Hvar á ég að byrja?? Ásta Marý er ein sú allra hugrakkasta sem ég þekki. Hún missti fallega son sinn nokkura mánaða gamlann. Hún hafið svo samband við mig í gegnum Mia Magic og var hún ein af þeim fyrstu sem hlaut foreldra Míubox. Eftir það höfum við verið ansi góðar vinkonur. Hún mætti til dæmis eitt sinn heim til mín alveg óvænt með fallegan blómvönd…. hver gerir það bara??? Júbb, sú allra hugrakkasta ! Jón Ármann er stóri bróðir Stefáns Svan, fallega engilsins hennar Ástu Marý. Hann fæðist ó svo hugrakkur inn í þetta flókna líf sem við höfum uppá að bjóða. Að fæðast hugrakkur er ó svoooo fallegt ! Þessi mæðgin eru dúó sem tákna hugrekki á algjörlega nýjann hátt.

Hugrekki hálsmenið er gjöf sem allir eiga skilið að fá, hvort heldur sem þú kaupir það fyrir þig, ömmu, afa, mömmu, pabba, vin, vinkonu …. hvern sem er! það eru nefnilega allir hugrakkir á sinn einstaka hátt. Sumir eru hugrakkir fyrir það eitt að koma sér út í búð. Sumir eru hugrakkir fyrir það að flytja til útlanda. Sumir eru hugrakkir fyrir það eitt að koma sér framúr á morgnana. Það eru til óteljandi ástæður fyrir því að einstaklingur er hugrakkur.

Lovísa hjá By Lovisa er t.m endalaust hugrökk fyrir það eitt að hafa ákveðið að fara með mér í þetta stóra verkefni að gera þessi dásamlegu hálsmen. Ef þig langar að skoða hálsmenið þá er hægt að fara inn á heimasíðu By Lovisa og skoða allt um þetta fallega hálsmen.

Takk allir sem hafa nælt sér í hálsmen og takk allir sem eiga eftir að næla sér í.

xo, Þórunn Eva

Allar myndirnar eru teknar af elsku Rakel Ósk Sigurðardóttur. Instagram: @rakelphoto

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts