jólin með langveikt og eða fatlað barn

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

jólin með langveikt og eða fatlað barn

Það getur allt komið upp á verandi með langveik og eða fötluð börn, þau verða yfirleitt veik þegar mikið stendur til. Utanlandsferð, brúðkaup, afmæli, skírn, rauðir dagar og eru þá jólin engin undantekning þar á.

Ég er svona frekar skipulögð inn við beinið en eftir að ég eignaðist fyrsta barnið mitt fór ég að vilja halda í hefðir sem ég sjálf ólst upp við. Jólatréð ekki skreytt fyrr en á þorláksmessu, seinustu gjafirnar keyptar á þorláksmessu þar sem það var svo kósý að skottast niður í bæ og fá sér heitt kakó og fá jólastemmninguna beint í æð. Skata á þorlák, keyra út jólakortin á aðfangadagsmorgun sem er hefð í bænum sem ég bjó í, svo dæmi séu tekin.

 

Jólin eru minn allra uppáhalds tími og þeir sem þekkja mig vel vita það. Hins vegar var mér farið að kvíða fyrir jólunum þar sem ég gat engan veginn uppfyllt allar þessar hefðir því barnið var alltaf veikt á þessum tíma. Fyrsta barnið mitt er orðið 18 ára og við getum talið á annari hendi þau jól og áramót sem við heimsóttum ekki barnaspítalann yfir hátíðirnar. Svo eftir að bróðir hans kom í heiminn þá var enn erfiðara að halda í þessar hefðir því núna var ég með tvö langveik börn.

 

Þegar ég fattaði að ég ein var að setja á mig þessar kröfur ákvað ég að breyta til og gera okkar eigin hefðir. Það er smá erfitt. Ekki beint mega jóló fyrstu jólin en svo með árunum verður þetta það allra skemmtilegasta. Gera sínar eigin hefðir með sínum eigin börnum er það allra besta, enn betra þegar heimilislífið nær ró og notalegheitum í allri jólaösinni.

Ég er t.d búin með allar jólagjafir. Ég er með notes í símanum mínum þar sem ég er með ártöl langt aftur í tímann þar sem ég er með skrifað alla sem fá frá okkur jólagjafir, hvað þeir fengu og svo bæti ég á listann þegar ný börn mæta á svæðið. Með þessu get ég alltaf munað að ég sé búin að kaupa gjöf eða ákveða hvað hver fær og einnig þá get ég kíkt á listana aftur í tímann til að ég gefi kannski ekki svipaða gjöf og árið áður. Game Changer !

 

Ég einfalda líka jólagjafa kaupin mikið. Ég t.d hef gert það þannig að ein jólin fengu öll börn undir ákv aldri það sama. Þá pantaði ég blýanta, liti og pennaveski allt merkt með nafni barnsins og sló þetta rækilega í gegn. Ömmur og afar fengu líka ein jólin öll fallegan kökudisk. Sama fyrir alla og þá er þetta svo einfalt og töluvert minna stress að reyna að finna eitthvað fyrir hvern og einn.

Núna er nóvember og ég er nánast búin að pakka inn öllum jólagjöfum. Noregs fólkið okkar er búið að fá jólagjafirnar sínar. Allt tilbúið fyrir alla. Ég deili líka innpökkuninni niður á fjölskyldur og þá eru minni líkur á að eitthvað gleymist eða fari úrskeiðis. Eða þá að ég pakka öllu inn sem er eins eitt kvöld og tek annað kvöld í næsta holl sem er eins. Ég er ávallt búin með allt fyrir 1 des. Svo er ég bara með stóra fjölnota poka sem ég set gjafir ofan í fyrir hverja fjölskyldu og það bíður þar til ég afhendi það svo í desember.

Jólin eru aðventan fyrir mér. Ég vil líka njóta þess að baka, kíkja jólarúnt, skoða jólaþorpið og fleira án þess að vera stressuð yfir því að ég eigi eftir að gera hitt og þetta. Jólatréð fer alltaf upp í kringum miðjan desember, stundun fyrr. Við höfum haft þann sið eftir að ein jólin fór jólatréð upp undir morgun á aðfangadag vegna spítala heimsóknar. Ég hafði enga ánægju af því að setja tréð upp og langaði helst að sleppa þessu öllu. Eftir það er kvöld í miðri viku notað í jólatré uppsetningu, skreytingu og möndlugraut. Ótrúlega kósý, stresslaust og skynsamlegt.

Við bíðum því yfirleitt bara eftir jólunum frá og með 1. des og ef upp koma veikindi þá er ekkert stress því það er allt klárt og það í engu stressi, bara í notalegheitum. Núna ákvað ég líka að fara í Ramba, kaupa nokkrar gjafir og fá innpökkun í leiðinni. Fór svo líka með 4 auka gjafir sem voru að fara til Noregs og fékk ég innpökkun á þær líka. Ekkert smá ánægð með mig ! Litla veislan sem það er að vera skipulögð.

Ég legg líka yfirleitt á borð fyrir jólin þann 22 des eða 23 des. fer smá eftir hver dagskráin er hjá okkur. Þetta léttir mikið undir ef einhver veikist og þá er ekkert stress. Veit ekki hversu oft maðurinn minn hefur sagt við mig, „guði sé lof að við erum búin að öllu núna“.

Munið svo það sem er allra mikilvægast, jólin eru í hjörtum okkar en ekki einn ákveðinn dagur. Þau geta nefnilega alveg verið dásamleg þó það þurfi að breyta vegna veikinda barna. Öðruvísi en við eigum að venjast en ef við munum að hugsa um allt það sem raunverulega skiptir máli. Þá geta jólin í raun og veru verið hvar sem er, hvenær sem er <3

(myndir í láni hjá google frænda)

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts