Míuverðlaun 2023 | Birting tilnefninga

Míuverðlaun 2023 | Birting tilnefninga

Loksins loksins birtum við tilnefningarnar fyrir Míuverðlaunin 2023. Til hamingju allir sem hlutu tilnefningu til Míuverðlaunanna 2023. Þið eruð stórkostleg öll með tölu. Takk fyrir að vera þið og vinna vinnuna ykkar þannig að tekið sé eftir. Það eru töluvert af nýjum aðilum hér sem fengu tilnefningu og vá hvað er gaman að sjá það. Þetta er ekki vinsældarkeppni og því er ekki verið að kjósa eða safna lækum. Það er lesið yfir hverja einustu tilnefningu með tilliti til þess sem sagt er um viðkomandi.

Hér að neðan er listi yfir alla þá sem fengu tilnefningu. Nú hefst vinnan við að finna topp 10 hópinn hjá valnefndinni sem skipar dásamlegan hóp fólks. Þessi 10 manna hópur fær svo boð um að mæta á Míuverðlauninn í ár. Míuverðlaunin í ár verða ansi lík Míuverðlaununum í fyrra. Við ætlum að halda þessu þannig að við bjóðum topp 10 en það sem mig langar að breyta núna við þessi verðlaun er hverjir fá að mæta aukalega. Set það inn þegar nær dregur því það er ekki alveg orðið klárt.

Þeir sem eru ekki í topp 10 hópnum fá samt sem áður viðurkenningu í formi nælu sem gaman er að bera sem vott um að hafa fengið tilnefningu.

Míuverðlaunin verða haldin þann 14. september nk. á Spritz Venue. Gauti Þeyr aka Emmsjé Gauti kynnir verðlaunin í ár og mun Erna Hrund afhenda verðlaunin í þetta sinn. Rakel Páls söngkona ætlar svo að heiðra okkur með nærveru sinni og syngja fyrir okkur.

Við erum ekki enn komin með styrktaraðila fyrir verðlaunin í ár en þegar það tekst, þá kynnum við það sér. Patricia Arjona, innanhússarkítekt, ætlar að hjálpa okkur að gera Míuverðlaunin glæsileg og getum við ekki beðið eftir að sýna ykkur hversu falleg þau verða í ár.

Sérfræðingar

Ásgeir Haraldsson 
-Prófessor í barnalækningum

Áslaug Heiða Pálsdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Berglind Jónsdóttir 
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Guðmundur Ásgeirsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Gunnar Auðólfsson
-Lýtaskurðlæknir

Halldóra Kristín Þórarinsdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og krabbameinslækningum barna

Helga Elídóttir 
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum, og ofnæmis- og lungnalækningum barna

Ingólfur Einarsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum, sérfræðiviðurkenning í fötlunum barna

Ingólfur Rögnvaldsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og hjartalækningum barna

Jón R. Kristinsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum

Margrét Valdimarsdóttir 
-Barna- og unglingageðlæknir

Ragnar Grímur Bjarnason
-Yfirlæknir barnalækninga Barnaspítala Hringsins

Sigurður Björnsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og smitsjúkdómalækningum barna

Sigurður Einar Marelsson 
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og heila- og taugalæknir barna

Soffía Guðrún Jónasdóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum & innkirtla- og efnaskiptalækningum barna

Valtýr Stefánsson Thors
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum & smitsjúkdómalækningum barna

Hjúkrunarfræðingur

Auður Guðbrandsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Anna Dóra Heiðarsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Bergljót Steinsdóttir 
-Barnahjúkrunarfræðingur MSc

Elísabet Konráðsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Gerða Friðriksdóttir 
-Barnahjúkrunarfræðingur

Guðrún Eygló Guðmundsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Margrét Sigmundsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Sigrún María Guðlaugsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur

Næringarfræðingur

Erna Petersen 
-Næringarfræðingur barna

Sjúkraþjálfari

Ingveldur K. Friðriksdóttir
-Sjúkraþjálfari

Eva-Lena Lohi
-Sjúkraþjálfari

Þroskaþjálfi

Helga Jónasdóttir 
-Þroskaþjálfi

Félagsráðgjafi

Þórey Guðmundsdóttir
-Félagsráðgjafi hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins

Leikskólakennari

Gróa Gunnarsdóttir
-Leikskólakennari Barnaspítala Hringsins

Ráðgjafi

Ásta Björnsdóttir
Ráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu

Talmeinafræðingur

Auður Hallsdóttir
-Okkar talþjálfun

Anna Ósk Sigurðardóttir
-Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Ísbjörn

Hringur
-Ísbjörn og gæðablóð

Innilega til hamingju öll sem eitt. Hlökkum til að afhjúpa topp 10 hópinn.

xo, Mia Magic

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts