Reykjavíkurmaraþon 2023

Reykjavíkurmaraþon 2023

Við óskum eftir aðila til að sjá um Reykjavíkurmaraþonið fyrir okkur. Mikilvægt er að viðkomandi aðili hafi gert þetta áður. Við höfum bara gert þetta einu sinni og voru við með flotta hlaupara með okkur og náðum við að safna rúmlega 800.000 kr. Við erum ótrúlega spennt að gera þetta aftur og langar okkur að gera þetta eins vel og við mögulega getum. Ert þú rétti aðilinn í okkar teymi ? Þekkiru aðila sem er réttur fyrir okkur ?

Við fengum hlaupara einnig í Noregi til að hlaupa fyrir okkur og sendum við þeim boli. Þetta var ótrúlega gaman og magnað að sjá velvildina hjá öllum sem hlupu fyrir okkur og styrktu hlauparana okkar. Það voru hlaupararnir okkar og Sara Natalía sem sáu alfarið um að safna fyrir Bókinni Mía fer í Tívolí.

Það stendur til að gefa út aðra bók á árinu 2023 og þurfum við ykkar hjálp við að safna fyrir henni svo allir geti fengið eintak sem vilja. Það eru 3 hugmyndir núna að viðfangsefni og hlakka ég mikið til að ákveða hvað verður að næstu bók ! En við þurfum hlaupara, við þurfum aðila sem getur hjálpað okkur að halda utan um hlaupið til þess að þetta takist.

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á: info@miamagic.is

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts