að styrkja hlauparana

að styrkja hlauparana

Nú er kominn sá tími að góðgerðarfélögin eru með mikla og ansi dýrmæta fjáraflanir í gangi. Það hafa margir komið á tal við mig og eru að afsaka það að velja annað félag en Mia Magic til að hlaupa fyrir. Afsaka það að það valdi annan hlaupara en Mia Magic hlaupara til að styrkja í ár.

 

Mig langar að koma því á framfæri að það á að velja sér félag eftir því hvað hjartað segir manni, það á að styrkja hlaupara sem hjartað þitt segir þér að styrkja. Þetta eru óteljandi félög, óteljandi hlauparar og allir með sama markmiðið, að vekja athygli á félagi sem er næst hjarta þeirra.


Ég segi því við þig og ykkur sem lesið þetta, ekki afsaka þá ákvörðun sem þú hefur tekið. Þú ert að fylgja hjarta þínu alveg eins og við öll. Það er bara svo geggjað að velja sér það sem hentar hverju sinni. Ég er ótrúlega stolt af ykkur öllum, sama hvaða félag þið hlaupið fyrir eða styrkjið. Þið eruð mögnuð !

Félögin eru öll með sama markmið, láta gott af sér leiða á einn eða annan hátt og ÞÚ VELUR ! ekki láta aðra hafa áhrif á það hvað þú velur. ÞÚ RÆÐUR OG STATTU STOLT/UR MEÐ ÁKVÖRÐUN ÞINNI, hvort heldur sem hlaupari eða styrktaraðili.

Árið 2022 var einnig hlaupið fyrir Mia Magic í Kragerø, Noregi. Við sendum boli til þeirra Rebekku Rós og dóttur hennar Júlíu Blær. Þær lögðu af stað á sama tíma og 10 km voru ræstir út hér heima á Íslandi og tóku 10 KM fyrir okkur. Þær stóðu sig ó svo vel … svo gaman að geta sent þeim boli, því upplifunin að hlaupa er allt öðruvísi þegar þú hleypur fyrir það félag sem þú hefur valið og hleyptur fyrir af öllu hjarta !

Mia Magic er komið núna með á skrá 7 hlaupara en vitum af einum sem ætlar að skrá sig og hlaupa fyrir okkur, við erum því komin með 8 hlaupara í heildina. Sem er STURLAÐ !!! <3

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts