Barnadeildin á Akureyri fékk afhenta Míu bangsa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Barnadeildin á Akureyri fékk afhenta Míu bangsa

Við vorum svo lánsamar að fá að kíkja í heimsókn á barnadeildina á SAK þriðjudaginn 26.apríl sl. á ferð okkar um landið með Míubox. Við færðum þeim 15 bangsa og fullt af Míu bókum. Það var svo gaman að heyra að þær vissu alveg um okkur og hvað Mia Magic er og stendur fyrir. Góð tilfinning að við séum að verða þekkt fyrir Míu um allt land.

Hún er svo ótrúlega flott deildin þeirra og gaman að sjá hvernig hún virkar. Allt til alls á einni deild er ansi sérstakt og vá hvað þær þurfa að kunna allt sem viðkemur barnahjúkrun á einn eða annan hátt. Allt frá vökudeildar þekkingu og yfir í geðsvið. Við hittum eina skottu í miðrýminu og fengum leyfi hjá Elmu Rún hjúkrunarfræðing til að rétta henni einn Míu bangsa en við sáum ekki fleiri börn svo við setjum það í hendurnar á þeim á barnadeildinni á SAK að útdeila þeim 15 míu böngsu sem við gáfum þeim.

Takk fyrir að taka á móti okkur elsku Elma Rún. Hlökkum til að kíkja til ykkar aftur þegar nýja bókin er komin út !

// Þórunn Eva og Fríða Björk

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts