Emmsjé Gauti kynnir Míuverðlaunin

Emmsjé Gauti kynnir Míuverðlaunin

Okkar bestir maður, Gauti Þeyr eða eins og flestir þekkja þennan gulldreng, Emmsjé Gauti ætlar heiðra okkur með því að kynna Míuverðlaunin 2023. 

Míuverðlaunin eru árleg verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera “bara vinnan sín” getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er. 

Gauti er ekki bara sá allra flottasti rappari Íslandssögurnar heldur er hann einn allra flottasti persónuleiki sem ég hef fengið að kynnast um ævina. Algjör demantur og alltaf til í að gera allt fyrir fólkið sitt. Geggjaður í alla staði og við hjá Mia Magic því ótrúlega heppin að fá hann í lið með okkur. 

Ég er svo þakklát fyrir það hvað margir eru tilbúnir að leggja okkur lið og þegar Gauti sagði „já“ við því að vera memm, fylltist hjarta mitt af enn meira þakklæti. Að fá svona talent með okkur í lið er algjörlega magnað og alls ekki sjálfsagt. TAKK Gauti fyrir að vera alltaf til staðar, hlökkum mikið til að vinna með þér. 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts