Það er magnað hvað margt fólk hefur raðast í kringum Mia Magic undanfarin ár. Erna Hrund hefur hins vegar verið í kringum líf mitt mun lengur en Mia Magic hefur verið til. Erna Hrund er ein af þeim manneskjum í heiminum sem þú vilt hafa í kringum þig. Hún býr yfir þeim eiginleika að þig langar að verða betri þú að hafa hana í kringum þig. Hún er algjörlega mögnuð kona og held ég að ég sé ansi lukkuleg að eiga hana að.
Svo við komum okkur að efninu og af hverju ég er að skrifa þennan póst. Þá langar mig til að deila með ykkur að okkar dásamlega Míu vinkona, Erna Hrund Hermannsdóttir, ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og afhenda Míuverðlaunin 2023.
Það að fá svona magnaða konu með okkur í lið er hreint út sagt algjörlega magnað. Takk elsku Erna Hrund fyrir að heiðra Mia Magic með því að afhenda fyrir okkur Míuverðlaunin 2023. Hlökkum mikið til að vinna með þér.
Næst deilum við með ykkur hver ætlar að kynna verðlaunin í ár og vá hvað okkur hlakkar til að segja ykkur frá því. Þetta verður magnað fólk sem verður með okkur þann 14. september nk á Spritz Venue.