ILM x Mia Magic | viðburður @ The Shed

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

ILM x Mia Magic | viðburður @ The Shed

Kerta viðburðurinn okkar með ILM heppnaðist svo vel. Við erum svo þakklát fyrir hversu margir sáu sér fært að mæta. Kertin seldust upp á innan við 5 klst. Þetta var svo gaman. Takk fyrir að versla kerti.

Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í þessu með okkur. Við hefðum aldrei getað gert viðburðinn jafn fallegan og hann varð nema fyrir þá sem styrktu okkur. 

Ölgerðin styrkti okkur með Kristal. Balún merkti fyrir okkur blöðrur og gaf okkur þær. Kalli K gaf okkur Lindt kúlur sem slógu í gegn og Víntríó skálaði með okkur í dásamlegu freyðivíni. 

Ekki má gleyma Anthony hjá The Shed en hann hýsti fyrir okkur dásamlega viðburðinn okkar með ILM.

Það var svo gaman að sjá hversu margir mættu þó þeir hafi ekki náð að næla sér í kerti. Að koma og kynnast okkur og spjalla var með eindæmum dásamlegt. Mia Magic er fyrir alla og sáum við það svo greinilega þetta kvöld. 

Kaja Balejko tók myndir fyrir okkur þetta kvöld. Hún tók einnig myndir fyrir heimasíðuna okkar. Hún er algjör fagmaður fram í fingurgóma. Nær að fanga stemminguna svo vel. Takk elsku Kaja fyrir að koma og festa þessar minningar á filmu fyrir okkur. 

Hér að neðan er hægt að skoða myndir frá kvöldinu. Tónlist var spiluð í gróðurhúsinu, lyktin á viðburðinum yndisleg því það var ILM lykt um allt. Viðburðurinn var í minningu Kamillu Eir og var yndislegt að sjá allt fólkið hennar samankomið hjá okkur. Myndir segja meira en orð svo núna ætla ég að leyfa ykkur að skoða myndir hér að neðan. 

Þórunn Eva og Míu Teymið <3 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts