Jóga til þín x Sjúkraþjálfun Íslands

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Jóga til þín x Sjúkraþjálfun Íslands

ó hvað jóga nidra tíminn hjá Jóga til þín var dásamlegur. Hildur Rut er konan á bakvið Jóga til þín. Yndislega Hildur hafði samband fyrir þó nokkuð mörgum vikum og bauð Mia Magic tíma einungis fyrir foreldra langveikra barna. Tíminn var í dag og þetta var vægast sagt sturluð upplifun. Pant fara aftur, segir þessi sem kann ekki að slaka á …. mér tókst að slaka á !!!! þetta var GEGGJAÐ !

Það fengu allir viðurkenningarskjal og smá gjafapoka. En það sem var allra besta gjöfin var dásamlegi tíminn sem foreldrarnir sem mættu gáfu sjálfum sér. Sjúkraþjálfun Íslands og Jóga til þín gáfu þessum foreldrum einstaka gjöf með því að kynna þeim/okkur fyrir Jóga Nidra. TAKK !

Ég er ein af þeim að mér finnst erfitt að fara þar sem er mikið af fólki. Áreitið er ofslega mikið inn í þessum líkamsræktarstöðvum. Ég skildi til dæmis ekki af hverju ég gafst alltaf upp í ræktinni og kveið því að mæta. Verandi sjálf menntuð í ÍAK einkaþjálfun þá er það ólíkt mér að meika alls ekki líkamsræktarstöðvar. En staðan er samt þannig. Mér var bent á að ástæðan fyrir því að ég gæti ekki hugsað mér að mæta í ræktina en langa samt á sama tíma, væri til að mynda vegna áfallastreitu og álags. Þessi tími var því fullkominn að öllu leiti.

Þegar tíminn var búinn, langaði engum heim. Allir til í að koma aftur og ó hvað ég vona að margir láti það eftir sér og gefi sér þá dýrmætu gjöf. Hildur er með Jóga Nidra tíma núna í desember og ó hvað það er fullkomið. Slökun í des, heim í sörur og jólamynd eftir tímann ! Gerist varla betra. Mælum með að þið kíkið á Jóga til þín á Instagram !

Takk fyrir okkur elsku Hildur Rut & Sjúkraþjálfun Íslands

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts