KEKB | Styrkja Ljónshjarta

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

KEKB | Styrkja Ljónshjarta

Ég get ekki annað en deilt þessu með ykkur, þetta er eitt fallegasta verkefnið þarna úti.

Konur Eru Konum Bestar skipa þær Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir & Nanna Kristín Tryggvadóttir. Með þeim á myndinni er Kristín Dóra sem hannaði bolinn í ár.

„Konur Eru Konum Bestar snýst um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað“

Bolurinn er góðgerðaverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til góðra málefna ár hvert og er það Ljónshjarta sem fær ágóðann af sölu bolanna í ár.

2017  –   Kvennaathvarfið | 1 milljón

2018  –   Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar | 1,9 milljónir

2019  –   KRAFTUR, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur | 3,7 milljónir

2020  –  Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum | 6,8 milljónir

2021  –  Stígamót, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi | 4,5milljónir

2022  –  LJÓNSHJARTA

„Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra. Þau voru stofnuð 28. nóvember 2013.

Makamissir í blóma lífsins er eitt mesta áfall sem hægt er að verða fyrir á lífsleiðinni. Það tekur mjög á að vera í djúpri sorg og sinna á sama tíma börnum og heimili. Því er mikilvægt að geta fengið aðstoð við að átta sig á hvernig ráðlegast er að gera hlutina og finna á einum stað upplýsingar um réttindi sín í kerfinu og leiðir í sorgarvinnu fullorðinna og barna. Síðast en ekki síst finnst flestum mjög hjálplegt að fá að komast í kynni við og hitta fólk í sömu sporum, finna skilning og stuðning hjá þeim sem þekkja af eigin reynslu hvað við er að etja.

Markmið okkar er að styðja við bakið á yngra fólki eftir makamissi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvort öðru í sorg. Starfið felst meðal annars í að halda úti heimasíðu með ýmis konar fræðsluefni og efna til fyrirlestra og samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góða stund saman“.

Vá hvað ég er stolt af þessum dásamlegu konum að standa fyrir þessu verkefni. Vekja þannig athygli á þeim félögum sem þær styrkja og hvað þau standa fyrir. Það eru svo ótrúlega margir þarna úti að gera stórkostlega hluti. Takk KEKB fyrir ykkur. Þið eruð gull í gegn.

Hægt er að kaupa bol HÉR

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts