LOKSINS kemur fallegasta frétt sem Mía hefur skellt í …
Það allra fallegasta gerðist í kringum páska. Lárus Jón Björnsson hafði samband við mig eftir að hann og synir hans mölluðu Lallamellu. Ykkur til útskýringar þá er Lallamella sem sagt karamella sem Lárus hefur gert af og til og var það Fjölval, verslun á Patró sem styrkti verkefnið um hráefnið.
Þeir feðgar seldu Lallamellu fyrir 137.742 kr til styrktar Mia Magic. Nei bara hvernig urðum við svona heppin að eignast svona sturlað góða Míu vini ??? Þetta er það allra fallegasta sem Mia Magic hefur upplifað. Að svona fallegar sálir eyði tíma, orku og öllu sem það á til að hjálpa okkur að vera til og halda áfram að gefa út bækur og gleðja börn og foreldra.
Mía fékk að sjálfsögðu að vera með þennan dag og var hún að sjálfsögðu klædd eftir veðri. Eruði að sjá hvað þau eru öll flott saman?? Mia, Lárus Jón, Vignir Óli (5 ára) og Nikulás Ari (8 ára), Hlynur Uni (1 og hálfs árs) og Katrín mamma þessara duglegu gorma. Alvöru fjölskyldu mission þarna á ferðinni !
Þessir bræður eru það allra besta, að vera svona ungir og hugsa svona fallega er algjörlega magnað. Takk elsku fjölskylda fyrir að styrkja Mia Magic með þessu óeigingjarna framtaki ykkar. Erum ekkert smá þakklát fyrir ykkur.
xo, Þórunn Eva og Mía