Lyfjagjöf | Innsýn

Lyfjagjöf | Innsýn

Þegar þú veist ekki og þekkir ekki, er ekki hægt að ætlast til að þú skiljir. Erik Valur fór í lyfjagjöf í sl viku. Allt gekk ofsalega vel og var þetta mjög einföld og þæginleg lyfjagjöf. Læknisskoðun eins og alltaf en engar blóðprufur í þetta sinn þar sem þær voru teknar skiptin á undan.

Rakel Ósk ljósmyndari kom með okkur í lyfjagjöf og myndaði þegar lyfir voru sett upp í lyfjabrunninn. Við fórum ekkert á leikstofuna í þetta sinn þar sem Jón Sverrir bróðir Eriks Vals var veikur heima og vildum við ekki eiga á hættu að bera með okkur eitthvað þar inn. Við spiluðum því bara upp á dagdeild. Sjónvarp og tölva virkuðu reyndar ekki og var lítið að frétta í Ipad en hann fékk sér að borða og svona til að stytta sér stundir ásamt því að vera yfir sig glaður að hafa Rakel með, nýr spilavinur var kærkominn viðbót við daginn og stytti hann heldur betur.

Myndaserían er eftir Rakel Ósk. Smá innsýn inn í dag á dagdeildinni, Erik Valur mætir þar á 3 vikna fresti allan ársins hring til að fá lyfin sín. Það eru ansi mörg börn sem sækja dagdeildina. Skilningurinn fyrir lang veikindum er ansi lítill en líf þessara krakka er oft smá misskilið. Það er gífurlegt andlegt álag að þurfa að mæta reglulega í lyfjagjafir, bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Þetta er ansi falið álag því þetta er daglegt líf þessara barna.

T.d ef þú ert með barn sem mætir á 3 vikna fresti eins og Erik Valur í lyfjagjafir. Foreldrar vinna úti þá er veikindaréttur barns kominn umfram það sem er í samningum, bara í lyfjagjafir. Þá eru veikindadagar eftir, læknaheimsóknir og allt milli himins og jarðar sem týnist til.

Alls ekki boðlegt og tala ég nú ekki um að þessi börn mæta ekki ein þessa daga þrátt fyrir að réttur foreldra til veikindadaga sé löngu runninn út vegna aldurs barnanna. Allt þetta og meira til veldur enn meira álagi á fjölskyldurnar.

Smá innlit í það sem við tölum aldrei um. Takk Rakel fyrir að koma með okkur og takk elsku Erik Valur fyrir að hjálpa mömmu að sýna öðrum hvernig lífið raunverulega er hjá ó svo mörgum fjölskyldum um allan heim.

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts