Mæðradagurinn | Takk

Share on facebook
Share on twitter
Share on google
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Mæðradagurinn | Takk

Stundum eru mjög spontant hugmyndir þær allra bestu. Þessi kom skemmtilega á óvart og vá hvað ég er þakklát Fríðu að segja „já, gerum þetta, erum bestar undir pressu“ þegar ég bar þetta undir hana.

Ég sendi því strax á nokkra yndislega samstarfsaðila sem tóku heldur betur vel í þetta hjá okkur, gleðja 5 yndislegar mömmur langveikra barna á mæðradaginn. Við vorum því komnar út kl hálftíu í morgun í það mission að skottast og koma þeim á óvart.

Eva Ruza vinkona mín og mamma hennar sem eiga blómabúðina Ísblóm voru búnar að útbúa ó svo fallega blómvendi fyrir okkur sem þær gáfu okkur í þetta yndislega verkefni. Hjördís vinkona mín hjá Nailberry á Íslandi gaf okkur falleg sumar naglalökk og naglaþjöl, yndislegt dekur fyrir sumarið. Arka Heilsuvörur gáfu okkur unaðslegt súkkulaði frá Tony´s ásamt Vit Hit. Því var fullkomið að slæda gjafabréfum frá Te og Kaffi ofan í pokana til að njóta með súkkulaðinu. Better You gaf okkur svo baðsalt og járn sprey. Fallegu mömmurnar fengu því sannkallaðann dekur pakka í dag. Takk allir sem tóku þátt í þessu með okkur 2 mínútur í mæðradag.

Það sem þær eiga þetta skilið. Við hlökkum ekkert smá til að gera eitthvað þessu líkt aftur. Tókst svo vel.

// Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts