Við erum svo ótrúlega lukkuleg að við höfum fengið fjórar skráningar í maraþonið. Við erum að elska að fólki langi til að hlaupa til styrktar Mia Magic og er þetta smá óraunverulegt en ó svo geggjað.
Jens Elvar Sævarsson er sá fyrsti sem sendi mér að hann ætlaði að hlaupa fyrir okkur og ætlar hann að skottast 21.1 km. Nei sko þetta er svo flott og þvílíkur dugnaður í honum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir ætlar einnig að hlaupa 21.1 km og skil ég bara ekki hvaðan þessi duglega kona fær kraftinn sinn, tryllt sko. Júlía Lind Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 km fyrir systir sína hana elskulegu Söru Natalíu okkar. Æji hvað við bráðnum við að sjá þegar systkini gera svona stórkostlega hluti fyrir hvort annað. Svo er það elskulega Margrét Þrastardóttir sem ætlar að skella sér 10 km eins og Júlía Lind. Nei sko þið eruð eitthvað annað geggjuð öll sem eitt. TAKK !
Hér er hægt að heita á þessa snillinga og mæli ég með að þið kíkið á síðurnar þeirra og veljið ykkur hlaupara. Þetta eru allt saman dugnaðarforkar og ekki hægt að velja rangt !
Jens Elvar Sævarsson áheitasíða
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheitasíða
Margrét Þrastardóttir áheitasíða
Nú þurfum við að redda bolum og svona, hrikalega gaman ! mikið sem við erum að elska að sjá þessa hlaupara skrá sig ! Mía og Nói eru rosalegir spretthlauparar og er þessi mynd úr nýju bókinni Mía fer í tívolí. Þau komast nú ekki í hlaupið en þau hlaupa hinsvegar mjög hratt til að ná lestinni sinni…. ó hvað ég hlakka til að sýna ykkur bókina þegar hún kemur út.