Míuverðlaun 2024 | birting tilnefninga

Míuverðlaun 2024 | birting tilnefninga

Þá er komið að því að birta tilnefningar fyrir Míuverðlaunin 2024. Til hamingju allir sem hlutu tilnefningu í ár.
Hér kemur listinn frægi.

Sérfræðingar

Gylfi Óskarsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og hjartalækningum barna

Helga Elídóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum, og ofnæmis- og lungnalækningum barna

Ingólfur Rögnvaldsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og hjartalækningum barna

Jóhanna Guðrún Pálmadóttir
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og meltingarlækningum barna

Kristján Óskarsson
– Sérfræðingur í barnaskurðlækningum

Ólafur Gísli Jónsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og blóð- og krabbameinslækningum barna

Sigurður Björnsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og smitsjúkdómalækningum barna

Sigurður Einar Marelsson
-Sérfræðingur í almennum barnalækningum og heila- og taugalæknir barna

Sigurveig Pétursdóttir
-Sérfræðingur í barnabæklunarlækningum

 

Tannlæknir

Sigurður Rúnar Sæmundsson
-Sérfræðingur í barnatannlækningum

 

Hjúkrunarfræðingur

Aðalbjörg Sigurjónsdóttir
-Hjúkrunarfræðingur

Bergljót Steinsdóttir
-Barnahjúkrunarfræðingur MSc

Elín Árdís Björnsdóttir
-Hjúkrunarfræðingur

Hrefna Jónsdóttir
-Hjúkrunarfræðingur

Stefanía Stefánsdóttir
-Hjúkrunarfræðingur

Tonie Gertin Sørensen
-Hjúkrunarfræðingur

 

Næringarfræðingur

Erna Petersen
-Næringarfræðingur barna

 

Leikskólakennari

Hrönn Steinsdóttir
-Leikskólakennari Barnaspítala Hringsins

 

Sjúkraliði
Helga Hansdóttir
-Sjúkraliði

Ragnhildur Jóhannesdóttir
-Sjúkraliði/stuðningsaðili

Takk fyrir að vera þið og vinna vinnuna ykkar þannig að tekið sé eftir. Það eru töluvert af nýjum aðilum hér sem fengu tilnefningu og vá hvað er gaman að sjá það. Þetta er ekki vinsældarkeppni og því er ekki verið að kjósa eða safna lækum. Það er lesið yfir hverja einustu tilnefningu með tilliti til þess sem sagt er um viðkomandi.

Nú hefst vinnan við að finna topp 10 hópinn hjá valnefndinni sem skipar dásamlegan hóp fólks. Þessi 10 manna hópur fær svo boð um að mæta á Míuverðlauninn í ár.

Þeir sem eru ekki í topp 10 hópnum fá samt sem áður viðurkenningu í formi nælu sem gaman er að bera sem vott um að hafa fengið tilnefningu. Alltaf jafn gaman að sjá nælurnar á starfsfólki hér og þar um landið.

Míuverðlaunin verða haldin þann 12. september nk. á Mengi. Við höfum ekki birt hverjir kynna, afhenda verðlaunin í ár en Sigga Ózk ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í ár og syngja fyrir okkur.

Innilega til hamingju öll sem eitt. Hlökkum til að afhjúpa topp 10 hópinn.

 

 

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts