Míuverðlaunin | Akureyri

Share on facebook
Share on twitter
Share on google
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Míuverðlaunin | Akureyri

Fyrir akkúrat viku síðan skottuðumst við Fríða saman norður í land. Við ákváðum að það væri skemmtilegra að afhenda sjálfar þeim sem voru tilnefndir á norðurlandi til Míuverðlaunanna. Það var ótrúlega gaman að hitta á þær og vá hvað var gaman að sjá hvað þær voru hissa.

Við fengum Þórunni Ágústu frænku mína til að hjálpa okkur að afhenda þessar tilnefningar þar sem hún á barn fyrir norðan sem er langveikt og þekkir til þeirra sem voru tilnefndar. Alltaf gaman að sjá kunnulegt andlit með tveimur mjög svo ókunnulegum á tröppunum hjá sér.

Við höfum ekki enn sagt hvað er í fallegu tilnefningar pokunum því við eigum eftir að afhenda 48 stk af þeim. Við erum að bíða eftir nælunni að utan og svo förum við í það verkefni að afhenda öllum þeim sem voru tilnefndir. Viljum að fólk sjái hvað er í pokunum áður en við setjum það hér inn.

Umhyggja hjálpaði okkur í þessari norðurferð og fengum við að gista eina nótt í Vaðlaheiðinni. Ef þið hafið ekki nýtt ykkur þann bústað nú þegar þá mælum við eindregið með því að þið festið ykkur helgi eða viku og njótið þess að vera í kyrrðinni sem landið okkur hefur uppá að bjóða.

Ég er kannski ekki alveg hlutlaus enda alin upp í smá tíma fyrir  norðan og var þar alltaf í sveit hjá frændfólki. Mér líður því alltaf eins og ég sé komin heim þegar ég kem norður.

N1 hjálpaði okkur einnig að komast norður með því að styrkja okkur aðeins. Algjörlega ómetanlegt með öllu. Takk N1 og Umhyggja fyrir að hjálpa okkur að gera Míuverðlaunin enn flottari.

 

// Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts