Míuverðlaunin | Sigrún Þóroddsdóttir

Share on facebook
Share on twitter
Share on google
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Míuverðlaunin | Sigrún Þóroddsdóttir

Míuverðlaunin fóru fram í fyrsta sinn þann 21. apríl sl. Það var Ásmundur Einar Daðason, Félags – og barnamálaráðherra sem afhenti Sigrúnu Þórodssdóttur Míuverðlaunin.

„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera “bara vinnan sín” getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er.“

Það voru 50 heilbrigðisstarfsmenn sem hlutu tilnefningu sem er alveg hreint magnað að upplifa þegar það er verið að starta svona algjörlega nýjum verðlaunum. Sylvía Rut á Vísir.is gerði ofsalega fallega frétt um Míuverðlaunin sem við erum ótrúlega stolt af.

Fréttina má lesa hér

Það voru margir sem hjálpuðu okkur að láta Míuverðlaunin verða að veruleika og má þar nefna Bake Me A Wish sem hýsti verðlaunin og gaf allar veitingar. Toppur gaf drykki.

Verðlaunastyttan sem Sigrún fékk afhenta er gerð á Sólheimum. Ég hafði ósk um að Kristján Atli Sævarsson sem er listamaðurinn á bak við Rjúpuna (Doppu) kæmi að Míu og hann var sko heldur betur til í það. Mía varð því til á Sólheimum. Sólheimar taka þátt í verkefninu með því að gefa okkur Míu verðlaunastyttuna. Ótrúlegt framtak og þökkum við þeim innilega fyrir. Gaman að segja frá því að við höfum landað annarri Míu styttu hjá þeim fyrir haustið þegar Míuverðlaunin fara fram í annað sinn þann 21. október.

Ásamt styttunni fékk Sigrún fallegt box með vörum frá ILM Candles, Agnesi Barkar og Seljalandsfoss Horizons.  Svo gaman að geta afhent svona fallega muni sem eru gerðir hér heima á Íslandi.

 

Takk fyrir að taka þátt í mögnuðum verðlaunum allir sem einn. Hlökkum mikið til að afhenda Míuverðlaunin aftur þann 21. október 2021.

Allar myndir í færslunni eru teknar af Rakel Ósk Sigurðardóttur

 

//Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts