TEAM TINNA | STYRKUR

TEAM TINNA | STYRKUR

Nei sko…. elsku hjartans Tinna okkar er enn að hjálpa Mia Magic þó hún sé engill á himnum. Andrea Ýr hjá TEAM TINNA hafði samband við mig um daginn og vildi fá að styrkja okkur um 300.000 kr. Nei sko þið skiljið ekki hversu dýrmætur þessi styrkur er Mia Magic og fyrir mig persónulega.


Tinna hefur verið partur af Mia Magic lengi og mun alltaf vera partur af okkar dásamlega félagi.  Andrea Ýr og Hjördís, systir Tinnu, komu og hittu mig á Te & Kaffi í dag og vá hvað var gaman að taka þá móti þeim. Félagið þeirra er með þeim fallegri sem ég veit um en þau styrkja málefni og einstaklinga sem voru Tinnu einstaklega kær. Að Mia Magic sé í hópi þessara félaga og einstaklinga er með eindæmum stórkostlegt og mikil heiður.

Takk takk takk elsku TEAM TINNA, þessi upphæð fer beint í nýju bókina okkar Mía fer í blóðprufu. Við mælum með að kíkja á síðuna þeirra og styrkja þetta flotta starf þeirra, því þær gefa svo sannarlega áfram í þörf málefni.

TEAM TINNA HEIMASÍÐA

xo Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts