Umhyggja | vissir þú þetta?

Umhyggja | vissir þú þetta?

Af hverju var Umhyggja stofnuð??
Ég elska þessa sögu og vil að sem flestir þekki hana og deili ég því henni með ykkur. Forsíðu myndin er af Árnýju framkvæmdarstjóra Umhyggju en hún var tekin í útgáfuhófi nýju bókarinnar Mía fer í tívolí í október sl.

Umhyggja

Tekið af vefnum forseti.is:

„Félagið Umhyggja var stofnað árið 1980 en upphafið að stofnun þess má rekja til þess að fagfólk í heilbrigðisgeiranum taldi að börn sýndu alvarleg streitueinkenni við sjúkrahúsinnlagnir. Fyrsta verk félagsins var að stuðla að því að foreldrar fengju að vera hjá börnum sínum þegar þau væru lögð inn á sjúkrahús.

Fyrstu árin var Umhyggja nær eingöngu félag fagfólks en árið 1995 varð félagið að þverfaglegum regnhlífarsamtökum. Um leið fengu foreldrar sæti í stjórn ásamt fagfólki. Umhyggja hefur efnt til samstarfs við við önnur hagsmunasamtök langveikra og fatlaðra barna.

Umhyggja er aðili að NOBAB, Nordisk forening for syke barns behov, og einnig að EACH, sem eru evrópsk samtök um réttindi barna inni á sjúkrahúsum.

Forseti Íslands er verndari Umhyggju“.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, barn og texti

„Elskum öll börn og elskum öll að vera til! Tónn Umhyggju byggir á kærleik og jafnrétti – einkunnarorðin, elskum öll, bjóða upp á skemmtilegan orðaleik þar sem við teljum upp hluti sem við elskum öll og ættum öll að eiga jafnan rétt til. Elskum öll að leika okkur, elskum öll að vera við sjálf, elskum öll börn.“

Umhyggja er eitt af þeim félögum sem hafa staðið þétt við bakið á Mia Magic.

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts