Útgáfuhóf | Mía fer í tívolí

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Útgáfuhóf | Mía fer í tívolí

Ó hvað við elskuðum að halda útgáfuhóf. Þessi póstur fær nú eiginlega bara smá að njóta þess að skarta þessum dásamlegu myndum sem elsku Rakel Ósk ljósmyndari tók fyrir okkur af öllum dásamlegu gestunum okkar. Vá hvað Mía á mikið af dásamlegum vinum.

Blaðrarinn kom til okkar í klukkustund og mikið var gaman fyrir krakkana að fá hann til að gera allskonar flott. Blaðrarinn kannast nú við eitthvað af þessum dúllu andlitum þar sem hann hefur verið einstaklega duglegur við að heimsækja barnaspítalann í gegnum tíðina. Blaðrarinn gaf alla sínu vinnu.

Það er ekki hægt að halda svona flottan viðburð nema með aðstoð og er Mía ótrúlega heppin með sjálfboðaliða og fyrirtæki sem öll taka þátt með okkur. Rent a party hjálpaði okkur með candyfloss og lukkuhjól. Dimm og Hulan með vinninga í lukkuhjólið og lánaði okkur skraut og kökudiska til að hafa þetta eins flott og hægt væri. Tívolí þema er ó svo dásamlega skemmtilegt. Litríkt og ekki annað hægt en að brosa.

Í bókinni Mía fer í tívolí fær hún sér candyfloss og burstar svo með mömmu í lok bókar. Það þurfti því að tryggja það að öll börn sem mættu gætu nú burstað við lok útgáfuhófs eftir allt candyflossið . Zendium hjálpaði okkur að láta þann draum rætast og gaf okkur tannkrem og tannbursta fyrir alla krakka sem mættu.

Hér að neðan eru fullt af myndum. Ef þið birtið þær á samfélagsmiðlum þætti okkur vænt um að fá tagg í þær og einnig þá kannski að muna að tagga ljósmyndarann líka. @miamagic.is & @rakelphoto.

Takk allir sem komu að útgáfuhófinu á einn eða annan hátt. Veitingarnar voru styrktar af Ölgerðinni, H-berg, Stjörnupopp og Dave & Jon´s á Íslandi. Við héldum hófið í Bragganum Nauthólsvík og ó hvað það er fallegur salur og starfsfólkið dásamlegt með öllu.

xo

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts