Vöknun x Mia

Vöknun x Mia

ó við elskum að sýna ykkur okkar allra fallegasta verkefni sem við höfum tekið að okkur á þessu ári. Við byrjuðum á vöknun og svo eru límmiðarnir á leið upp á veggi hjá Barnaspítala Hringsins á næstu dögum. Gulli hjá Merkistofunni hjálpaði okkur með því að prenta límmiðana og setja þá upp. Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði myndirnar fyrir okkur og gæti þetta ekki hafa heppnast betur.

Gulli og Merkistofan gáfu alla sína vinnu og allan efniskostnað sömuleiðis. Algjörlega ómetanlegt með öllu að fá svona flotta hjálp. Límmiðarnir létta svo undir með andlegri heilsu barnanna sem þurfa að vera inn á spítalanum. Algjörlega magnað að lesa allt sem ég hef fengið sent frá foreldrum barnanna. 

Takk elsku Bergrún Íris, Gulli og Merkistofan fyrir þetta magnaða verkefni.

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts