Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin

Í kvöld fóru fram Míuverðlaunin í annað sinn í Cava salnum, svo dásamlegt hvað vel tókst til. Við erum svo þakklátar öllum sem komu að þessum dásamlega viðburði á einn eða annan hátt.

Það bárust yfir 100 tilnefningar og voru það 42 einstaklingar sem hlutu tilnefningu í þetta sinn. Algjörlega stórkostlegt með öllu. Það var svo gaman að sjá hvað allir voru þakklátir. Í þetta sinn var það elskulegi Gulli barnahjartalæknir eða öðru nafni Gunnlaugur Sigfússon sem hlaut verðlaunin í kvöld. Það var Ásmundur Einar Daðason, Barna- og Félagsmálaráðherra sem afhenti verðlaunin í kvöld og jiii það var svo yndislegt að sjá hvað Gulli var stoltur og glaður.

„Gunnlaugur Sigfússon eða Gulli eins og hann er kallaður byrjaði í sagnfræði við HÍ en sem betur fer fyrir okkur hinn skipti hann yfir í læknisfræði eftir eitt ár. Hann var kandídat á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í eitt ár og síðan rúmt ár á landspítalanum áður en hann hélt út í meira nám. Gulli var í 7 ár í Bandaríkjunum að læra, fyrst barnalækninn og síðan barnahjartalæknisfræði og fósturhjartalæknisfræði. Gulli hefur síðan starfað sem barnahjartalæknir á barnaspítalanum síðan 1997 ásamt því að reka stofu. Frá 2011 starfaði hann einnig á Karolínska spítalanum í Stokkhólmi sem barnahjartalæknir og frá 2014 sem yfirlæknir og hætti í kjölfarið á barnaspítalnum. Þegar covid skall á kom hann aftur á barnaspítalann þar sem hann starfar í dag ásamt því að reka stofuna sína á domus medica. „

Auk Míuverðlauna gripsins og blómanna frá 4 árstíðir, fékk Gulli fallega auka gjöf en í henni voru vörur frá Epal og Reykjavík Letterpress. Golf boltar merktir Mia Magic frá Sérmerkt og gisting frá Hótel Geysi.

Ljósmyndarinn Rakel Ósk Sigurðardóttir tók allar myndir fyrir okkur í kvöld og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Það fengu allir tilnefndir Vatnsbrúsa frá ORG Reykjavík, súkkulaði frá Nóa Siríus, krem frá Alvogen og Míu nælu styrkta af Iittala. 

Veitingarnar komu frá Sælkerabúðinni, Innnes og Bakarameistarnum ásamt drykkjum frá RJC og TÖST. Draumur einn að fá alla þessa hjálp. Þegar haldin er svona viðburður er algjörlega ómetanlegt að fá inn styrktaraðila. Það er ofsalega erfitt en ó svo gaman þegar vel tekst til. TAKK allir sem tóku þátt í þessu með okkur og takk Ólöf hjá Reykjavík Letterpress fyrir að prenta miðana fyrir okkur á alla gjafapokana. Draumur einn og slógu algjörlega í gegn. 

Það var engin önnur en yndislega Sylvía Briem sem var veislustjóri í kvöld. Hún gerði þetta svo vel þessi ofurkona. Hefði ekki viljað hafa neinn annan í þessu verkefni og vá hvað hún lyfti viðburðinum á hærra plan. Svo fagleg og flott. Takk elsku Sylvía fyrir að taka svona vel í þetta. Takk fyrir að peppa okkur áfram og takk fyrir að kenna okkur að það þarf ekki allt að vera fullkomið til að vera geggjað !!!! 

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts