Mía verður með bás á Fit & Run

Mía verður með bás á Fit & Run

Nú fer maraþonið að fara á full swing á samfélagsmiðlum. Við höfum ákveðið að vera með bás á Fit & Run í laugardalshöll dagana 17. og 18. ágúst 2023. Í fyrra söfnuðum við 801.100.- kr. Við vorum einnig með hlaupara í Noregi sem var æði. Hlaupið þeirra fór af stað um leið og 10 km fóru af stað hér á Íslandi.

Þetta verður í annað sinn sem Mia Magic tekur þátt í maraþoninu og í fyrsta sinn sem við tökum þátt í Fit & Run. Við vitum ekkert hvernig þetta virkar en erum nú þegar byrjuð að plana hvernig við ætlum að hafa básinn okkar. Hann er 4 fm og ætlum við að gera þetta vel.  Þið sem hlaupið fyrir okkur komið við á básnum okkar um leið og þið náið í hlaupagögnin ykkar. 

„FIT & RUN er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sýningin er opin öllum. Líka þeim sem eru ekki að fara að hlaupa.“

Við erum komin með ó svo flott fólk sem hefur sagt okkur að það ætli að hlaupa fyrir Mia Magic. En það er ein ótrúlega öflug ung kona sem er nú þegar komin af stað og búin að safna yfir 100.000 kr fyrir Mia Magic og eins og staðan er núna er hún efst allra hlaupara. Það sem við erum ótrúlega þakklát fyrir fólk eins og þig elsku Berglind Hrund.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá því í fyrra. Hlökkum til að gera enn betur í ár.

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts