Míuverðlaunagripurinn | AG Keramik

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on skype
Share on telegram
Share on whatsapp
Share on email

Míuverðlaunagripurinn | AG Keramik

Yndislega Auður Gunnur hjá AG Keramik hannaði með okkur fallega blómavasann sem Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut á Míuverðlaununum. Við leytuðum svo til 4 árstíðir og hjálpuðu þau okkur að setja falleg blóm í vasann fyrir afhendinguna. Hefði ekki getað hitt betur í mark, mælum eindregið með þjónustu þeirra. Búðin þeirra í Skiphotinu er algjör draumur að kíkja í. Okkur leið eins og við værum í útlöndum að ganga um fallegu blómabúðina og vá hvað er hægt að gleyma sér í fallegum blómaheimi.

Ég hef verið mikið spurð af hverju vasi? af hverju þessi texti og af hverju ekki aftur Míu stytta?

Ég skal svara þessu öllu og byrja á af hverju ekki aftur Míu stytta. Míu styttan var gerð í samstarfi við Sólheima. Það var yndislegt samstarf en við urðum að finna nýjann listamann fyrir þessi verðlaun og fór ég að skoða allskonar blöð, allskonar heimasíður og Instagram síður. Ég sá fyrir mér eitthvað allt annað en samt eitthvað sem við gætum tengt við Míu á einhvern hátt. 

Ég var að fletta í gegnum Hús & Híbýli og fann Auði Gunni og las viðtalið við hana. Ég heillaðist líka af stílnum hennar. Látlaus en samt svo ofsalega fallegur. Það þarf að hugsa um allskonar þegar svona verðlaun eru hönnuð. Mér finnst alltof oft verðlaunagripir lenda ofan í skúffu eða inní skáp. 

Mig langar að fólk geti notið þess að sjá Míuverðlaunin sín og verið stolt. Notið þess að hafa þau uppi og notið þess að hafa hlotnast sá heiður að fá Míuverðlaunin. Ég sá blómavasa fyrir mér og um leið sé ég fyrir mér fallega textann úr bókinni, Mía fær lyfjabrunn, „það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur“.

Mikið sem ég vona að þið kíkið á fallegu Blómabúðina 4 árstíðir og einnig kynnið ykkur verkin hennar Auðar Gunnar, AG keramik. Takk fyrir yndislegt samstarf. Draumur að vinna með svona hæfileikaríku fólki. 

p.s ég er strax byrjuð að leyta af næsta listamanni, ef þið hafið áhuga á að taka þátt, endilega sendið okkur mail á info@miamagic.is

Við mynduðum vasann með elsku Rakel Ósk Sigurðardóttur ljósmyndara. 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts